top of page
fobo4.jpg

Um mig

Ég heiti Ástvaldur Heiðarsson og er íþróttasálfræðiráðgjafi og íþróttfræðingur. Ég kláraði Íþróttafræði á Laugarvatni 2003 þar sem ég fékk mín fyrstu kynni af íþróttasálfræði. Um leið og ég fór í minn fyrsta tíma í íþróttasálfræðinni þá vissi ég að ég vildi mennta mig meira í þeim fræðum. Þá ákvað ég að fara í Háskólann í Kaupmannahöfn (KU) þar sem ég fór í Mastersnám í Æfinga- og íþróttasálfræði. Meistaranámið bar titilinn "European Masters In Exercise And Sport Psychology" en í því námi var meðal annars farið mjög djúpt ofan í undirbúning keppnisfólks fyrir keppnir, hvernig er best að takast á við kvíða og stress og almennt hvernig á að gera íþróttafólki kleift að framkalla sitt besta í keppnum. 

​

Ég hef alltaf haft mikinn áhuga á hreyfingu og íþróttum, sem krakki prófaði ég flestar íþróttir áður en ég fann íþrótt sem höfðaði til mín. Á unglingsárum var ég farinn að æfa svo til á hverjum degi og keppa allar helgar (annað hvort í unglingamóti eða fullorðinsmóti). Það var á þeim tíma sem ég fór fyrst að upplifa keppniskvíða og stress. Fyrir þann tíma hugsaði ég ekkert sérstaklega um andlegu hliðina...það var bara gaman að stunda sína íþrótt með vinum.

​

 Í kringum 16-17 ára aldur er ég færður í keppnishóp og þá fór maður að upplifa það að ýmsir aðilar (þjálfarar, félagar, foreldrar og ekki síst maður sjálfur!) voru farnir að gera væntingar til árangurs í mótum. Ég var ekki lengur bara að æfa og hafa gaman, núna var farið að meta mína frammistöðuu við aðra sem æfðu/kepptu. Þegar ég hugsa til baka þá var það á þessum tímapunkti sem minn "innri gagnrýnandi" fór að láta í sér heyra. Setningar eins og "ég á aldrei eftir að vinna þennan leik/þetta mót", "ég spila alltaf illa í 1.viðureign", "Hvað ef ég tapa!??", "Hvað ef ég verð auðmýktur á vellinum???) o.s.frv. fóru að verða gera vart við sig. Ég tel mig geta sett mig mjög vel í spor keppnisfólks á öllum aldri sem er að ganga í gegnum þetta sama þar sem ég upplifði þessar tilfinningar í mörg ár án þess að fá neina aðstoð um hvernig hægt er að kljást við þær. Það hefði hjálpað mér ómetanlega mikið að hafa fengið íþróttasálfræðiráðgjafa til að gefa mér innsýn í af hverju þetta var að gerast og bjóða mér upp á aðferðir til að kljást við þessar tilfinningar. Því ákvað ég að fara í þetta meistaranám til að geta  boðið fólki upp á þetta þar sem ég tel vera mikla þörf á þessari þjónustu, sérstaklega meðal krakka og unglinga.

​

Neikvæðar hugsanir er eitthvað sem allir íþróttamenn upplifa einhvern tíman á ferlinum. Þetta á sérstaklega við um unga keppendur sem hafa ekki öðlast mikla reynslu ennþá, sem eru kannski ekki með allan þann andlega stuðning sem þeir þyrftu á að halda til að ná sömu gæðum á æfingum og sérstaklega í mótum. Það er gríðarlega mikilvægt að krakkar og unglingar hafi aðgang að ráðleggingum og stuðningi varðandi kvíða, stress, væntingar, og hvernig á að meðhöndla álag almennt.

  Álagið sem fylgir íþróttaiðkunn útskýrir að stórum hluta (þó ekki öllum) brottfall krakka og unglinga úr íþróttum og hvers vegna sumir sem teljast efnilegir, ná aldrei að sýna sinn rétta leik í keppnum. Ég vil hjálpa þeim sem finnst þeir ekki vera nálægt því að skila sömu gæðum í keppnum og á æfingum, sem finna mikið stress og/eða kvíða rétt fyrir mót og um morguninn á keppnisdegi. Það eru til aðferðir til að kljást við þessar (eðlilegu) tilfinningar til að geta jafnvel notað stressið til að kalla fram sínar bestu hliðar því við viljum alltaf upplifa stress...bara hæfilega mikið. 

​

 Það sem ég býð upp á eru sannaðar aðferðir sem skila árangri og ef þú ert að upplifa mikinn keppniskvíða og/eða neikvæðar hugsanir, þá geturðu sent á mig línu og ég hef samband um leið og ég get.

IMG_20201107_233445.jpg

Hafa samband

Takk fyrir að hafa samband!

bottom of page