Fyrir þjálfara og aðstandendur
Afrek Sports Psychology (ASP)
Það sem ASP býður upp á
-
Ég aðstoða íþróttafólk að hámarka andlegan keppnisundirbúning en ekki síst til að fá eins mikið út úr hverri æfingu og mögulegt er. Ég hjálpa íþróttafólki einnig með markmiðasetningu og geri kleift að komast yfir hvaða þær hindranir sem kunna að vera í veginum. Þetta geta meðal annars verið hindranir eins og kvíði, áhyggjur, stress, fullkomnunarárátta, neikvætt sjálfstal og tilfinningastjórnun í keppnum.
-
Kenni aðferðir til að efla og/eða styrkja sjálfstraust sitt fyrir keppnir.
-
Sýni hvernig skynmyndir (visualizations) og einbeitingarþjálfun styrkja hugarfarið fyrir keppnir.
Hvenær væri rétti tíminn til að hafa samband við ASP?
Íþróttasálfræðin kemur að gagni þegar íþróttafólk fer að leitast eftir því að bæta andlegan undirbúning og til að líða almennt betur í kringum keppnir. Það þarf alls ekki einhverja “krísu” eða að íþróttamaður sé bugaður af stressi fyrir keppnir (þó það geti auðvitað verið tilfellið stundum) heldur er nóg að viðkomandi sé að huga að hvernig hugurinn og líkami tengjast og vilji bæta það samband. Það eru hins vegar ýmis almenn teikn sem hægt er að hafa augun opin fyrir eins og meðal annars:
Viðkomandi íþróttamaður
-
Virðist vonlítill um árangur fyrir keppnir (sést ef til vill í líkamstjáningunni og/eða segir það beint út).
-
Gagnrýnir sjálfan sig mjög oft harkalega á óvæginn hátt (að mati þjálfara og/eða aðstandenda).
-
Skortir áhugahvöt, tal þjálfara virðist ekki ná að peppa hann/hana upp eða lyfta sjálfstrausti.
-
Sýnir oft mikla reiði, pirring eða að geð sveiflast mikið á stuttu tímabili.
-
Á erfitt með að koma tilbaka eftir meiðsli vegna ótta við að meiðast á ný eða vegna þess að langur tími fór í að ná sér eftir meðsli og þarf að vinna í sjálfstraustinu til að ná fyrra formi.
-
Sýnir mikla fullkomnunaráráttu, kvíða fyrir keppnir og óttast álit annarra (þjálfara, aðstandenda, áhorfenda o.s.frv.)
-
Einangrar sig frá öðrum á æfingum (að mati þjálfara), einangrar sig frá vinum/kunningjum/foreldrum (að mati aðstandenda) eða liðinu.
-
Hefur mjög miklar áhyggjur af að bregðast liði sínu og/eða þjálfara eða aðstandendum sínum.
-
Hefur undanfarið ekki náð að sýna hvað í honum/henni býr og virðist vera að upplifa “lægð” hvað frammistöðu varðar í keppnum.
-
Á erfitt með að ná eða halda uppi einbeitingu í keppnum. Í svona tilfellum þá lýsir það sér oft í að fleiri mistök gerast undir kringumstæðum þar sem ættu ekki að gerast mistök (t.d. “föst leikatriði” í fótbolta sem eru að klikka full oft, ná ekki að klára leiki á móti lakari andstæðingi o.s.frv.)
Hvernig ætti þjálfari/aðstandandi að bera sig að því að leggja til að hitta ráðgjafa í íþróttasálfræði?
Í sumum tilfellum þá upplifir sumt íþróttafólk að það sé veikleiki að fara til sérfræðings í íþróttasálfræði og geta þá hugsanlega farið í vörn þegar minnst er á það annað hvort af þjálfara eða aðstandanda.
Mínar ráðleggingar eru eftirfarandi:
Þegar talað er við einstaklinginn sjálfan eða forráðamenn varðandi einstakllinginn
-
Verið nákvæm á hver hindrunin hjá viðkomandi einstaklingi sé að ykkar mati, notið dæmi ykkar máli til rökstuðnings…ekki segja eitthvað almennt eins og “þú verður að bæta þig fyrir næsta mót!” ef talað er við einstaklinginn beint eða “´ég tel að hann/hún þurfi að bæta skapið” ef talað er við forráðamenn. Betra væri að nota setningar eins og “hann/hún vill vera yfirspenntur þegar kemur að því að klára leiki, við þurfum að finna leið til að hjálpa til með það”. Þarna er ekki bara verið að benda á almenna hindrun hjá viðkomandi heldur er líka verið að rétta út hönd til að bjóðast til að finna lausn.
-
Hægt er að vitna í eitt af dæmunum sem ég tek hérna fyrr í textanum (Hvenær væri rétti tíminn til að hafa samband við ASP) við einstaklinginn, þínu máli til stuðnings.
-
Hvetjið einstaklinginn til að vega og meta andlega stöðu sína almennt fyrir keppnir, líður viðkomandi vel fyrir keppnir? Er hugurinn farinn að æða út um allt mörgum dögum fyrir keppnina? Á viðkomandi stundum erfitt með að sofna kvöldið fyrir keppnina?? O.s.frv.
-
Getur viðkomandi einstaklingur séð fyrir sér að allavega prófa að fara í einn viðtalstíma til að sjá hvernig það er, athuga hvort það sé gott að tala um hindrunina/hindranirnar og hvort ráðgjafinn komi hugsanlega með einhverjar hugmyndir sem viðkomandi gæti nýtt sér fyrir næstu keppni.
Ef viðkomandi tekur vel í þetta og vill prófa þá þarf bara að láta hann/hana fá e-mailið afrekpsych@gmail.com og panta tíma, yfirleitt þarf ekki að bíða nema örfáa daga eftir að fá bókaðan tíma (stundum gerist það að það er hægt að komast að næsta dag þannig það er um að gera að athuga sem fyrst).
Hægt er að hafa samband með eftirfarandi hætti:
-
Senda tölvupóst á afrekpsych@gmail.com
-
Fara á heimasíðuna www.afrek.net
-
Hringja í síma 659-0599 (ef ég svara ekki þá er ég með kúnna en hringi tilbaka um leið og ég sé númerið)